Erlent

Braust inn á lögreglustöð og eldaði pasta

Samúel Karl Ólason skrifar
Frazer blandaði saman pasta og Weetabix.
Frazer blandaði saman pasta og Weetabix. Vísir/Getty
Lyndon Frazer frá Edinborg í Skotlanid hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að brjótast inn á lögreglustöð. Þar tók hann sig til og eldaði sér pasta sem hann setti Weetabix út í. Hann hafði brotið sér leið inn í gegnum glugga lögreglustöðvarinnar.

Þegar lögreglumenn komu að hinum 38 ára gamla Frazer sitjandi í eldhúsi lögreglustöðvarinnar, þar sem hann gæddi sér á þessum skrítna morgunverði. Hann sagði lögregluþjónunum að hann hefði verið svangur, en hann braust inn í sömu lögreglustöð árið 2013 til að stela mat.

Þá var hann einnig dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, samkvæmt Independent.

Lögmaður Frazer segir hann hafa gert þetta vitandi það að hann yrði handtekinn og hann sé háður slíkri spennu. „Þó er ljóst að hann vill ekki fara í fangelsi.“

Frazer var þó dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×