Erlent

Réðust á Twitterreikning Bandaríkjahers

Atli Ísleifsson skrifar
Hópurinn náði að senda út nokkrar Twitterfærslur áður en reikningnum var lokað.
Hópurinn náði að senda út nokkrar Twitterfærslur áður en reikningnum var lokað.
Hópur hakkara hliðhollur hryðjuverkasamtakanna ISIS hefur ráðist á tölvukerfi miðlægrar stjórnstöðvar Bandaríkjahers (Centcom) og Twitterreikning þess. Hópurinn náði að senda út nokkrar Twitterfærslur áður en reikningnum var lokað.

Í einu skilaboðanna var greint frá því að fylgst væri með bandarískum hermönnum þar sem stóð „American soldiers, we are coming, watch your back“.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður Bandaríkjahers segi að „viðeigandi ráðstafanir“ hafi verið gerðar vegna málsins, en Bandaríkjaher hefur nú látið lokað reikningnum.

Talsmaður Bandaríkjastjórnar segirleggur áherslu á að mikill greinarmunur sé á stærri tölvuárás og að ráðast á Twitterreikning.

Árásin er gerð á sama tíma og Barack Obama Bandaríkjaforseti undirbýr flutning mikilvægrar ræðu um tölvuöryggi.

YouTube-reikningi Centcom hefur nú jafnframt verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×