Erlent

Þjóðstjórn mynduð í Afganistan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá vinstri: Ashraf Ghani, forseti, Hamid Karzai, fráfarandi forseti og Abdullah Abdullah, verðandi framkvæmdastjóri landsins.
Frá vinstri: Ashraf Ghani, forseti, Hamid Karzai, fráfarandi forseti og Abdullah Abdullah, verðandi framkvæmdastjóri landsins. vísir/ap
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Afganistan en meira en þrír mánuðir eru frá því að kosningar fóru fram í landinu. Í forsetakosningunum hafði Ashraf Ghani betur gegn Abdullah Abdullah en eftir langar sáttaumleitanir komust þeir að sátt um að mynda þjóðstjórn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Nöfn verðandi ráðherra voru tilkynnt á fundi í höfuðborginni Kabúl. Þeir verða alls 25 talsins. Abdullah Abdullah verður næstráðandi forsetans og einhverskonar framkvæmdastjóri landsins.

Alls setjast þrjár konur í ráðherrastóla en kvennamála-, menningar- og menntamálaráðherrarnir verða kvenkyns. Utanríkisráðherra verðu Salahuddin Rabbani, sonur Burhanuddin Raddani sem eitt sinn var forseti landsins.

Ríkisstjórnin á eftir að hljóta samþykki þingsins en eftir að því er aflokið getur hún tekið til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×