Erlent

Óveður olli usla í Danmörku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Óveðrið Egon, sem fór yfir Danmörku í gær er talið vera versta óveðrið á svæðinu frá því í desember 2013. Brúnum yfir Eyrarsund og Stórabelti var lokað, skemmdir urðu á lest í Kaupmannahöfn og sigla þurfti ferju sem flytja átti 150 manns frá Jótlandi til Noregs, fram og til baka í rúman sólarhring, þar sem hún komst hvergi að landi vegna veðurs.

Áður hafði óveðrið Dagmar farið yfir svæðið.

Óveðrinu fylgdu sterkir vindar og hækkuð sjávarstaða. Tré fauk á lestarteina í Kaupmannahöfn sem olli skemmdum á lest og töfum á samgöngum. Fjöldi tilkynninga barst frá íbúum borgarinnar vegna skemmda á húsum.

Í firðinum Limfjord, var sjórinn tæpum tveimur metrum hærri en eðlilegt telst og var hann enn hækkandi í morgun.

Ferju var siglt úr höfn á Jótlandi á föstudagskvöldið og var stefnan sett til Bergen í Noregi. Þegar þangað var komið, hafði bryggjan skemmst svo ferjan komst ekki að landi. Þá ver stefnan sett til Stavanger, en veðrið kom í veg fyrir að það væri hægt.

Ferjan þurfti að leita skjóls í fjörðum Noregs yfir nóttina, en um borð voru 150 farþegar og 75 starfsmenn.

Hér má sjá hvernig skýin þéttust yfir Danmörku á föstudaginn. Egon olli hækkaðri sjávarstöðu í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×