Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 18:45 Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. Þá segir hann forstjóra Samgöngustofu sömuleiðis vanhæfan til að fjalla um málið. „Við vorum bara reknir. Áhættumatsnefndin okkar var leyst upp,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, einn nefndarmanna áhættumatshópsins. Hann er þjálfunarflugstjóri Mýflugs og var að koma úr sjúkraflugi frá Þórshöfn á Langanesi í morgun þegar Stöð 2 ræddi við hann á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstaða áhættumatsins sem stefndi í innan hópsins um braut 06/24, svokallaða neyðarbraut, var þessi, að sögn Þorkels: „Að niðurlagning þessarar flugbrautar var óásættanleg vegna aukinnar áhættu.” Ráðamenn Isavia hafa útskýrt sína hlið meðal annars með því að gamli áhættumatshópurinn hafi véfengt ný mæligögn, viljað byggja á gömlum og úreltum veðurupplýsingum, einnig huglægu mati, - auk þess séu þetta hagsmunaaðilar. „Við erum ekkert endilega að hafna þessum gögnum og útreikningum Eflu. Við viljum bara sjá vinnuna kláraða og hefðum verið tilbúnir að taka þátt í því. En það þóknaðist ekki Isavia, því miður,” svarar Þorkell. En er eðlilegt að svona vinnuhópur sé skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, eins og Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, einkaflugs og sjúkraflugs? „Það erum við sem höfum reynsluna og við erum þeir sem erum ábyrgir fyrir því ef eitthvað kemur fyrir, í hliðarvindslendingu til dæmis. Hversvegna má ekki hlusta á okkur?” Verkfræðistofuna Eflu telur hann vanhæfa vegna tengsla forstjórans við Valsmenn. „Efla er eins vanhæf og hún getur verið til að koma að þessum útreikningum, - á svona viðkvæmu álitamáli. Það er alveg á hreinu, þetta er ekki hlutlaus aðili.” Þorkell segist ekki treysta Isavia. „Því miður, þá geri ég það ekki. Það er greinilega mjög sterkur undirliggjandi pólitískur vilji til þess að vinna gegn þessum flugvelli. Hann kemur mjög sterkt í gegnum Isavia. Og við höfum fundið svo átakanlega fyrir því í gegnum þessa vinnu í áhættumatsnefndinni. Þessu fyrirtæki, Isavia, er stjórnað af manni sem er klár og einbeittur flugvallarandstæðingur. Það sést í öllum hans gerðum.” Hann kveðst heldur ekki treysta forstjóra Samgöngustofu, sem nú fjallar um málið. „Forstjóri Samgöngustofu, fyrrverandi borgarstjóri, er alveg klár flugvallarandstæðingur líka, og mig langar bara að fá einhverja tryggingu fyrir því að samskonar meðvirkni eigi sér ekki stað innandyra þar líka.” -Ertu þá að segja að forstjóri Samgöngustofu sé hugsanlega vanhæfur? „Já, ég er að segja það. Hann er það klárlega að mínu mati.”Isavia hafnaði boði fréttastofu í dag um viðtal um ástæður þess að áhættumatshópurinn var lagður niður. Talsmaður Isavia vill þó hnykkja á því, sem áður hefur komið fram í yfirlýsingu Isavia, að ósamræmi hafi verið komið upp milli nákvæmra mæligagna og huglægs mats og að hagsmunaaðilar hafi véfengt ný ítarleg gögn. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að endurtaka áhættumatið með sérfræðingum Isavia. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. Þá segir hann forstjóra Samgöngustofu sömuleiðis vanhæfan til að fjalla um málið. „Við vorum bara reknir. Áhættumatsnefndin okkar var leyst upp,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, einn nefndarmanna áhættumatshópsins. Hann er þjálfunarflugstjóri Mýflugs og var að koma úr sjúkraflugi frá Þórshöfn á Langanesi í morgun þegar Stöð 2 ræddi við hann á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstaða áhættumatsins sem stefndi í innan hópsins um braut 06/24, svokallaða neyðarbraut, var þessi, að sögn Þorkels: „Að niðurlagning þessarar flugbrautar var óásættanleg vegna aukinnar áhættu.” Ráðamenn Isavia hafa útskýrt sína hlið meðal annars með því að gamli áhættumatshópurinn hafi véfengt ný mæligögn, viljað byggja á gömlum og úreltum veðurupplýsingum, einnig huglægu mati, - auk þess séu þetta hagsmunaaðilar. „Við erum ekkert endilega að hafna þessum gögnum og útreikningum Eflu. Við viljum bara sjá vinnuna kláraða og hefðum verið tilbúnir að taka þátt í því. En það þóknaðist ekki Isavia, því miður,” svarar Þorkell. En er eðlilegt að svona vinnuhópur sé skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, eins og Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, einkaflugs og sjúkraflugs? „Það erum við sem höfum reynsluna og við erum þeir sem erum ábyrgir fyrir því ef eitthvað kemur fyrir, í hliðarvindslendingu til dæmis. Hversvegna má ekki hlusta á okkur?” Verkfræðistofuna Eflu telur hann vanhæfa vegna tengsla forstjórans við Valsmenn. „Efla er eins vanhæf og hún getur verið til að koma að þessum útreikningum, - á svona viðkvæmu álitamáli. Það er alveg á hreinu, þetta er ekki hlutlaus aðili.” Þorkell segist ekki treysta Isavia. „Því miður, þá geri ég það ekki. Það er greinilega mjög sterkur undirliggjandi pólitískur vilji til þess að vinna gegn þessum flugvelli. Hann kemur mjög sterkt í gegnum Isavia. Og við höfum fundið svo átakanlega fyrir því í gegnum þessa vinnu í áhættumatsnefndinni. Þessu fyrirtæki, Isavia, er stjórnað af manni sem er klár og einbeittur flugvallarandstæðingur. Það sést í öllum hans gerðum.” Hann kveðst heldur ekki treysta forstjóra Samgöngustofu, sem nú fjallar um málið. „Forstjóri Samgöngustofu, fyrrverandi borgarstjóri, er alveg klár flugvallarandstæðingur líka, og mig langar bara að fá einhverja tryggingu fyrir því að samskonar meðvirkni eigi sér ekki stað innandyra þar líka.” -Ertu þá að segja að forstjóri Samgöngustofu sé hugsanlega vanhæfur? „Já, ég er að segja það. Hann er það klárlega að mínu mati.”Isavia hafnaði boði fréttastofu í dag um viðtal um ástæður þess að áhættumatshópurinn var lagður niður. Talsmaður Isavia vill þó hnykkja á því, sem áður hefur komið fram í yfirlýsingu Isavia, að ósamræmi hafi verið komið upp milli nákvæmra mæligagna og huglægs mats og að hagsmunaaðilar hafi véfengt ný ítarleg gögn. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að endurtaka áhættumatið með sérfræðingum Isavia.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29