„Þetta var mikil vinna hjá okkur. Auðvitað er ég rosalega stoltur af mínu liði. Við ætlum að reyna að njóta kvöldsins á Old Trafford. Mínir leikmenn eiga allt hrós skilið sem þeir fá eftir þennan leik," sagði Richard Money.
„Þetta er gríðarlega afrek fyrir félagið fjárhagslega. Við náðum að ógna þeim í fyrri hálfleiknum, náðum af þeim boltanum á hættulegum stöðum og föstu leikatriðin okkar voru góð. Við skoruðum næstum því úr einu þeirra," sagði Richard Money.
„Seinni hálfleikurinn var síðan eins og hann var. Stórskotaliðið mætti á staðinn en skipulagið í varnarleiknum hélt allan tímann. Markvörðurinn og öll fjögurra manna varnarlínan voru stórkostlegir," sagði Money.
„Þetta hafði gríðarlega þýðingu fyrir alla í félaginu. Við erum allir að fara á hótel í bænum og fjölskyldur leikmanna koma með. Það verður matur og eitthvað drukkið líka. Þetta verður gaman," sagði Richard Money.
