Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2015 20:15 Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum. Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum.
Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira