Erlent

Kvíða því að Karl setjist á konungsstól

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Bretaprins er 66 ára gamall.
Karl Bretaprins er 66 ára gamall. Vísir/AFP
Elísabet Bretadrottning óttast það að Bretar séu ekki undir það búnir að Karl Bretaprins setjist á konungsstól. Óttast hún að þjóðinni muni bregða þegar þeir kynnast þeim stjórnarháttum sem Karl hyggst tileinka sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók um prinsinn.

Í bókinni, „Karl: Hjarta konungs“ eftir Catherine Mayer segir að tilhneiging hins 66 ára Karls að sinna sérstökum hugðarefnum sínum hafi valdið kvíða meðal starfsfólks bresku hirðarinnar.

Þegar valdatíð hinnar 88 ára Elísabetar er á enda má búast við að stjórnarhættir nýs konungs verði mjög ólíkir stjórnarháttum Elísabetar. Þannig myndi hann draga úr almennum afskiptum bresku krúnunnar og opna konungshallirnar fyrir almenningi. Þannig muni hann í raun endurskilgreina embætti þjóðhöfðingjans.

Í frétt Reuters segir að í bókinni komi fram að faðir Karls, Filippus, sé í hópi hörðustu gagnrýnenda Karls. Telji hann Karl vera „eigingjarnan“ þar sem konunglegar skyldur hans muni víkja fyrir eigin hugðarefnum konungsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×