Erlent

Rútubílstjóri tók 1.200 kílómetra krók

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðamennirnir voru að vonum allt annað en ánægðir að vera komnir svo gott sem að landmærum Spánar þegar upp komst um mistökin og förinni var fram haldið.
Ferðamennirnir voru að vonum allt annað en ánægðir að vera komnir svo gott sem að landmærum Spánar þegar upp komst um mistökin og förinni var fram haldið. Vísir/Getty
Rútubílstjóri sem átti að koma fimmtíu belgískum skíðaferðamönnum til La Plagne í frönsku ölpunum keyrði þá þess í stað til bæjarins La Plagne í suðurhluta Frakklands, nærri spænsku landamærunum.

Ferðamennirnir voru að vonum allt annað en ánægðir að vera komnir svo gott sem að landmærum Spánar þegar upp komst um mistökin og förinni var fram haldið.

„Ég sló eitthvað vitlaust inn í GPS-staðsetningartækið,“ úrskýrði bílstjórinn í samtali við belgíska útvarpsstöð, en hann hafði þá ekið um 1.200 kílómetra krók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×