Erlent

Embættismaður frá Norður-Kóreu með 1,5 milljóna dala í gulli

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var með tæp 27 kíló af gulli í handfarangri.
Maðurinn var með tæp 27 kíló af gulli í handfarangri.
Starfsmaður sendiráðs Norður-Kóreu í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, var gómaður með tæplega eina og hálfa milljón dala í gulli á flugvelli í borginni. Í fyrstu reyndi að banna tollvörðum að skoða innihald handfarangurs hans, þar sem hann geymdi gullið.

Um er að ræða tæp 27 kíló af gulli sem embættismaðurinn var að reyna að koma með til Bangladesh í handfarangri í gærkvöldi.

Yfirvöld í Dhaka segjast ætla að ákæra manninn sem heitir Son Young-nam. Samkvæmt vef Independent þrasaði maðurinn við tollverði í fjóra klukkutíma og sagðist njóta friðhelgi. Að lokum samþykkti hann þó að leitað yrði í tösku hans.

Í heildina eru þessi 26,7 kíló af gulli virði 1,4 milljónar dala. Það samsvarar 190 milljónum króna. Lögum samkvæmt má einungis koma með gull til landsins að verðmæti 1.282 dala.

Yfirmaður Tollembættisins þetta vera tilraun til smygls. Manninum hefur verið sleppt úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×