Erlent

Þrefalt morð í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Uddevalla.
Lögregluþjónar að störfum í Uddevalla. Vísir/EPA
Þrír fundust látnir í bænum Uddevalla fyrir norðan Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Fram kemur í sænskum miðlum að fólkið hafi verið skotið til bana. Einn fannst látinn í bíl fyrir framan sjúkrahúsið í bænum og hinir tveir þar skammt frá.

Fólk í nærliggjandi húsum segist hafa heyrt skothvelli í nótt en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Sænska lögreglan hefur hingað til varist allra frétta af málinu.

Á vef Aftonbladet kemur fram að hlaupari hafi fundið líkið í bílnum í morgun og að lögregla hafi fundið hin tvö líkin þar nærri. Íbúar á svæðinu eru uggandi yfir morðunum, en lögreglan hefur girt stór svæði í Uddevalla af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×