Enski boltinn

Stúlkan stærði sig af sambandinu við Johnson

Adam Johnson.
Adam Johnson. vísir/getty
Hin 15 ára gamla stúlka sem knattspyrnumaðurinn Adam Johnson er sakaður um að hafa sængað hjá fór ekki leynt með samband sitt við knattspyrnukappann.

Stúlkan er sögð hafa stært sig af sambandinu á samfélagsmiðlum og þannig hafi foreldrar hennar komist að hinu sanna.

Faðirinn hafði þá samband við lögregluna sem í kjölfarið handtók leikmanninn sem er að spila með Sunderland.

Sunderland hefur sett hann í ótímabundið bann á meðan málið fer sína ferð í gegnum kerfið.

Móður unnustu hans hefur haldið fram sakleysi tengdasonarins. Hann varð faðir í fyrsta skipti þann 8. janúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×