Erlent

Eldgos hafið í Villarrica í Chile

Atli Ísleifsson skrifar
Villarrica er virkasta eldfjallið í Suður-Ameríku.
Villarrica er virkasta eldfjallið í Suður-Ameríku. Vísir/AFP
Gos er hafið í eldfjallinu Villarrica í suðurhluta Chile. Yfirvöld í landinu hafa neyðst til að rýma stór svæði vegna spúandi ösku.

Villarrica er virkasta eldfjall Suður-Ameríku og er um 750 kílómetra suður af höfuðborginni Santiago. Villarrica gaus síðast árið 2000.

Innanríkisráðherrann Rodrigo Peñailillo segir að 3.385 manns hafi verið gert að yfirgefa heimili sín vegna gossins.

Ríkisstjórn landsins og fulltrúar lögreglu og hersins hafa setið neyðarfund til að ræða hvernig best skuli fást við gosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×