Erlent

Viðræður um stjórnarmyndun hafnar í Eistlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Taavi Rõivas forsætisráðherra er 35 ára gamall og yngsti leiðtogi aðildarríkja Evrópusambandsins.
Taavi Rõivas forsætisráðherra er 35 ára gamall og yngsti leiðtogi aðildarríkja Evrópusambandsins. Vísir/EPA
Viðræður um ríkisstjórnarmyndun eru hafnar í Eistlandi, en þingkosningar fóru fram í landinu á sunnudag.

Umbótaflokkur Taavi Rõivas forsætisráðherra er stærsti flokkurinn á þingi og hefur boðið fulltrúum fjögurra af hinum fimm flokkunum sem fengu þingmenn kjörna til viðræðna.

Miðflokkurinn, sem vill efla tengsl Eistlands og Rússlands, er eini flokkurinn sem ekki var boðið til viðræðnanna. „Sýn Miðflokksins á öryggispólitík, og þau gildi sem hann stendur fyrir, er allt of ólík okkar,“ segir Rõivas í samtali við sjónvarpsstöðina ETV.

Þeir flokkar sem hafa verið boðnir til viðræðna eru Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn IRL, Frjálsi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn.

Umbótaflokkur Rõivas hlaut 27,7 prósent atkvæða, sem skilaði sér í 30 af 101 þingsæti. Miðflokkurinn er annar stærsti flokkurinn á þingi og hlaut 24,8 prósent atkvæða og 27 þingsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×