Enski boltinn

Johnson laus úr steininum

Johnson í leik með Sunderland.
Johnson í leik með Sunderland. vísir/getty
Knattspyrnukappinn Adam Johnson er laus úr fangelsi. Í bili að minnsta kosti.

Hann var handtekinn í gær, grunaður um að hafa sofið hjá 15 ára stelpu. Búið er að greiða fyrir reynslulausn leikmannsins. Hann getur því verið heima hjá sér.

Johnson er aftur á móti ekki að fara að spila neinn fótbolta á næstunni því Sunderland hefur sett hann í bann á meðan lögreglurannsókn stendur yfir.

Johnson er 27 ára gamall og hefur spilað 12 landsleiki fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×