Enski boltinn

Johnson handtekinn fyrir að sofa hjá 15 ára stúlku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Johnson er ekki í góðum málum ef satt reynist.
Adam Johnson er ekki í góðum málum ef satt reynist. vísir/getty
Adam Johnson, leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var handtekinn í dag, grunaður um að hafa stundað kynlíf með 15 ára stúlku.

Þessi 27 ára gamli kantmaður átti að ferðast með Sunderland-liðinu til Hull í dag þar sem það á leik í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Hann hefur þess í stað verið settur í tímabundið leikbann hjá félaginu á meðan lögreglurannsókn stendur yfir.

„Þetta gerðist allt á milli 9.15 og 9.35 í morgun. Þrír ómerktir lögreglubílar og einn stór lögreglubíll mættu fyrir utan húsið hans. Eina sem ég veit er að hann býr þar með kærustu sinni,“ segir nágranni Johnson í samtali við Daily Mail.

Talsmaður lögreglunnar í Durham staðfesti að 27 ára karlmaður hefði verið handtekinn fyrir að sofa hjá stúlku sem er yngri en 16 ára. Hann verður í haldi lögreglu þar til hún hefur yfirheyrt hann.

Johnson hóf feril sinn hjá Middlesbrough en spilaði með Manchester City frá 2010 til 2012 þegar hann samdi við Sunderland. Hann kostaði Sunderland 10 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×