Erlent

Fimmtíu látnir eftir að ferja sökk í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Slæmt var í veðri og öldugangur mikill þegar ferjan sökk.
Slæmt var í veðri og öldugangur mikill þegar ferjan sökk. Vísir/AFP
Talið er að fimmtíu manns hafi látist þegar farþegaferja sökk undan ströndum Mjanmar í gærkvöldi.

Í frétt SVT kemur fram að slæmt hafi verið í veðri og öldugangur mikill þegar ferjan sökk. Um tvö hundruð manns voru um borð í ferjunni.

Ferjan lagði úr höfn í bænum Taunggok og segja íbúar að vanalega séu mun fleiri farþegar um borð í ferjunni en fjöldi seldra miða bendir til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×