Erlent

Fjöldi særingarlækna handtekinn vegna morða á albinóum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meira en 80 albinóar hafa verið myrtir í Tansaníu frá því árið 2000.
Meira en 80 albinóar hafa verið myrtir í Tansaníu frá því árið 2000. Vísir/AFP
Meira en 200 særingarlæknar hafa verið handteknir í Tansaníu í tengslum við morð á albinóum þar í landi.

Meira en 80 albinóar hafa verið myrtir í Tansaníu frá því árið 2000.

Morðin tengjast trú manna á því að líkamshlutar albinóa veiti fólki gæfu og peninga. Særingarlæknar hafa ýtt undir þessa trú og eru tilbúnir til að greiða allt upp í 75.000 bandaríkjadali fyrir heilan líkama af albinóa.

Forseti Tansaníu, Jakaya Kikwete, hefur fordæmt morðin og segir þau landinu til skammar. Í janúar síðastliðnum bannaði ríkisstjórnin starfsemi særingarlækna til þess að koma í veg fyrir að fleiri albinóar væru myrtir.

Svo virðist sem aðgerðir stjórnvalda séu nú að skila sér í þeim mikla fjölda lækna sem hefur verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×