Erlent

Starfsmenn leyniþjónustunnar sagðir hafa keyrt fullir

Samúel Karl Ólason skrifar
Annar mannanna sem voru í bílnum, sé einn af aðalmönnunum sem sér um öryggi forsetans og fjölskyldu hans.
Annar mannanna sem voru í bílnum, sé einn af aðalmönnunum sem sér um öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Vísir/AP
Tveir starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna eru sakaðir um að hafa keyrt fullir á bíl á vegum ríkisins. Þeir keyrðu bílnum á vegatálma við Hvíta húsið í síðustu viku eftir samkvæmi. Óháðir aðilar eru nú með málið til rannsóknar.

Yfirmaður Leyniþjónustunnar, Joe Clancy, tók við störfum fyrir um mánuði síðan. Forveri hans, Julia Pierson, sagði af sér eftir að vopnuðum manni tókst að klifra yfir girðinguna við Hvíta húsið og komst inn í húsið áður en hann var stöðvaður.

Reuters fréttaveitan segir frá því að annar mannanna sem voru í bílnum, sé einn af aðalmönnunum sem sér um öryggi forsetans og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×