Erlent

Ekki lengur hægt að vera „feitur“ á Facebook

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/twitter
Valmöguleikinn „feitur“ [e.feeling fat] í stöðuuppfærslum á Facebook hefur verið fjarlægður. Honum hefur nú verið skipt út fyrir annan valmöguleika, „saddur“ [e. stuffed].

Þessi valmöguleiki var fjarlægður eftir að hópur sem kallar sig Endangered Bodies og berst fyrir bættri líkamsímynd fólks lagði upp í herferð undir yfirskriftinni „Fat is not a feeling“. Sextán þúsund manns rituðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem gagnrýnt var að hægt væri að segjast „finnast feitur“ rétt eins og hægt var að segjast „jákvæður“ eða „vonlaus“. Forsvarsmaður hópsins fagnar ákvörðun samskiptamiðilsins 

Í stuttri yfirlýsingu frá Facebook segir að þeim hafi borist til eyrna að þessi valmöguleiki gæti ýtt undir neikvæða líkamsímynd, sérstaklega fyrir þá sem glíma við átraskanir. Því hafi ákvörðun verið tekin um að fjarlægja hann en fólk á sama tíma hvatt til að halda áfram að senda þeim ábendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×