Erlent

Lögreglustjórinn í Ferguson segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Tom Jackson hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu mánuði.
Tom Jackson hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu mánuði. Vísir/AFP
Tom Jackson, lögreglustjórinn í Ferguson í Bandaríkjunum, hefur látið af embætti.

Í frétt Fox News kemur fram að Jackson taki skýrt fram að hann geri það af frjálsum og fúsum vilja og að ekki hafi verið þrýst á hann að segja af sér.

Allt frá því að lögreglumaður í bænum skaut óvopnaða táninginn Michael Brown til bana síðastliðið sumar hafa fjölmargir farið fram á að Jackson láti af embætti. Mikil mótmæli brutust út í Ferguson í útjaðri borgarinnar St Louis í kjölfar láts Brown.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að lögreglumaðurinn sem skaut Brown verði ekki ákærður vegna málsins. Ráðuneytið hafði þó áður harðlega gagnrýnt embættið þar sem kom fram að rasismi væri viðvarandi vandamál meðal starfsmanna embættisins.


Tengdar fréttir

Darren Wilson ekki ákærður

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaðan ungling í Ferguson í Missouri til bana, mun ekki vera sóttur til saka vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×