Erlent

Eitraði fyrir syni sínum

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Lacey Spears var dæmd í 20 ára fangelsi.
Lacey Spears var dæmd í 20 ára fangelsi. Vísir/Ap
Bandarísk kona hefur verið dæmd í 20 ára fangelsi fyrir morð á fimm ára gömlum syni sínum. Þegar drengurinn, Garnett Spears, lést var hann með lífshættulegt magn af salti í líkamanum. Móðirin er talin hafa gefið drengnum salt í gegnum slöngu sem lá til maga hans sem Reuters greinir frá.

Lacey Spears hefur verið greind með Münchausen syndrome by proxy, sem er sjúkdómur þar sem umönnunaraðili ýkir eða býr til líkamlega eða andlega kvilla hjá þeim sem eru í umsjá þeirra. Ljóst þykir að móðirin sóttist eftir athygli í gegnum veikindi sonar síns. Spears hélt úti bloggi og tjáði sig mikið á samfélagsmiðlum um veikindi sonar síns.

Spears taldi son sinn hafa verið alvarlega veikan alla ævi, þrátt fyrir að læknar hafi ekki getað sagt til um hvað hrjáði drenginn. Saksóknari segir hana hafa valdið veikindum sonar síns og að hann hafi fæðst heilbrigður. Læknar telja ljóst að enga læknisfræðilega skýringu er að finna á þessu háa saltmagni í líkama drengsins. Við uppkvaðningu dómsins sagði dómarinn óskiljanlegt hvernig móðir gæti sýnt svona mikla grimmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×