Erlent

Kínverjar íhuga göng undir Everest

Samúel Karl Ólason skrifar
Undirbúningsvinna er þegar hafin.
Undirbúningsvinna er þegar hafin. Vísir/AFP
Yfirvöld í Peking íhuga nú að bora göng undir Everestfjallið, sem er það stærsta í heimi, til þess að leggja lestarteina á milli Kína og Nepal. Nú eru engir lestarteinar sem tengja löndin tvö en samkvæmt grein á vef China Daily myndi verkefnið auka viðskipti og aðgengi ferðamanna í hvora átt.

Kínverskur verkfræðingur sem rætt er við segir að yfirvöld í Nepal hafi beðið Kína um að skoða möguleikann á göngum. Undirbúningsvinna er þegar hafin en á vef Guardian segir að áætlað sé að verkinu ljúki árið 2020.

Fyrir liggur að lestarteinar eru til staðar, sem hægt væri að lengja til að ná til Nepal og mögulega lengra, til Indlands. Yfirvöld í Indlandi hafa áhyggjur af því að Kína eigi í nánu stjórnmálasamstarfi við Pakistan. Þá hefur Kína aukið samskipti sín við Nepal, Srí Lanka og Maldíveyjar og virðast vera að umkringja Indland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×