Erlent

Vopnaðir menn ruddust inn á skrifstofu saksóknara

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggissveitir hafa umkringt skrifstofuna.
Öryggissveitir hafa umkringt skrifstofuna. Vísir/AP
Vígamenn klæddir sem hermenn brutu sér leið inn á skrifstofu saksóknara Balkh héraðsins í Afganistan í morgun. Mennirnir eru enn inn í húsinu og hafa myrt minnst fimm einstaklinga. Öryggissveitir hafa umkringt húsið í borginni Mazar-e-Sharif.

Á vef BBC segir að árásarmennirnir séu fjórir og að minnst 25 hafi særst í árásinni. Balkh hérað er í norðausturhluta Afganistan. Vitni segjast hafa heyrt skothríð og sprengingar skömmu eftir að mennirnir ruddust inn á skrifstofuna.

Ekki liggur fyrir hvort að æðsti saksóknari héraðsins hafi verið á skrifstofunni þegar árásin var gerð, en skrifstofan er einungis í 200 metra fjarlægð frá skrifstofu héraðsstjórans.

Öryggissveitir berjast enn við vígamennina. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en talsmaður þeirra sendi frá sér tilkynningu. Þar stóða að um sjálfsmorðsárás væri að ræða og að margir hefðu látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×