Erlent

Flugumferð úr skorðum í Frakklandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Frakklandi vegna fyrirhugaðs verkfalls flugumferðarstjóra sem hófst í morgun. Verkfallið stendur yfir í tvo daga en flugumferðarstjórar krefjast þess að vinnuaðstæður þeirra verði bættar.

Lággjaldaflugfélagið Ryanair segist nú þegar hafa þurft að aflýsa 250 flugferðum vegna verkfallsins og gerir ráð fyrir að enn frekari röskun verði á flugi næsta sólarhringinn. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það kallar aðgerðir starfsmannanna „sjálfselskar“ og krefst þess að frönsk stjórnvöld grípi inn í.

Næstu verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar dagana 16. til 18. apríl og 29. apríl til 2. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×