Erlent

Lík þingmanns fannst daginn sem rétta átti yfir honum vegna spillingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lýst yfir sorg vegna andláts öldungardeildarþingmannsins Jean Germain.
Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lýst yfir sorg vegna andláts öldungardeildarþingmannsins Jean Germain. Vísir/AP
Lík fransks öldungardeildarþingmanns fannst í dag, daginn sem rétta átti yfir honum vegna ásakana um spillingu í starfi. Þingmaðurinn hét Jean Germain en hann var áður borgarstjóri Tours. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að hann var sakaður um að hafa hagnast ólöglega á fyrirtæki sem skipulagði ferðir fyrir kínverska ferðamenn sem endurnýjuðu hjúskaparheit sín við sögufræga staði í borginni.

Germain er sagður hafa skilið eftir kveðjubréf þar sem hann neitaði þessum ásökunum. Margir eru í áfalli vegna andláts hans og hefur forsetinn Francois Hollande meðal annars lýst yfir sorg á meðan forsætisráðherrann Manuel Valls segist hafa misst góðan vin.

Réttarhöldin áttu að hefjast í dag en var frestað þegar Germain mætti ekki til þeirra. Lík hans fannst svo nærri heimili hans en talið er að hann hafi fyrirfarið sér.

„Ég hef aldrei svikið krónu af borginni og hef ávallt starfað í þágu borgara Tours,“ á meðal annars að hafa komið fram í kveðjubréfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×