Erlent

Frans Páfi bað fyrir fórnarlömbunum í Keníu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Frá páskamessu Páfans í dag.
Frá páskamessu Páfans í dag. Vísir/EPA
Mannúðarmál voru í brennidepli í árlegu páskaávarpi Frans páfa til heimsbyggðarinnar í dag, þar sem hann minntist fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Kenía og krafðist aðgerða alþjóðasamfélagsins vegna hörmunganna í Sýrlandi og Írak.

Milljónir komu saman á Péturstorgi í úrhellisrigningu í Vatíkaninu í dag til að hlýða á páskamessu Frans páfa og árlegt páskaávarp hans.

Í ávarpinu til nærstaddra og heimsbyggðarinnar krafðist hann aðgerða alþjóðasamfélagsins vegna stríðsátakanna sem geisað hafa í Sýrlandi og Írak undanfarin ár.

Þá bað hann fyrir fórnarlömbum árásarinnar í háskólanum í Kenía í vikunni þar sem 148 háskólanemendur létu lífið.  Sagðist páfinn vilja frið ofar öllu og fordæmdi árásir gegn kristnum mönnum víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×