Erlent

Settu heimsmet í mökun

Samúel Karl Ólason skrifar
Xi Mei og Lu Lu.
Xi Mei og Lu Lu.
Lengi hefur gengið verulega illa að fá pandabirni til að maka sig í dýragörðum og á verndarsvæðum. Það virðist þó ekki vera vandamál fyrir birnina Xi Mei og Lu Lu. Á föstudaginn fylgdust kínverskir vísindamenn að þeim hafa mök í 18 mínútur og þrjár sekúndur.

Degi áður hafði Lu Lu, sem er karlkyns, sett nýtt met með því að hafa mök við Zhen Zhen í átta mínútur. Yfirleitt tekur þetta frá hálfri mínútu til fimm.

Á vef Telegraph segir að einungis 1.864 pandabirnir séu eftir í heiminum og eru þeir taldir í útrýmingarhættu. Stofninn hefur þó stækkað á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×