Erlent

Kæra franska fjölmiðla

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fólkið faldi sig inni í kæli í versluninni.
Fólkið faldi sig inni í kæli í versluninni. vísir/afp
Sex manns sem lifðu af gíslatökuna í París í ársbyrjun hafa kært franska fjölmiðla fyrir fréttaflutning af málinu. Telja þau fjölmiðla hafa stefnt lífi sínu í hættu með því að sjónvarpa staðsetningu þeirra í beinni útsendingu á meðan umsátrinu stóð.

Lögmaður fólksins, Patrick Klugman, segir fjölmiðla hafa sýnt dómgreindarleysi með umfjöllun sinni. Bendir hann á að franska fréttastöðin BFMTV hafi greint frá því í beinni útsendingu að hópurinn, þar á meðal þriggja ára barn og annað mánaðar gamalt, væri í felum inni í kæli í versluninni.

Gíslatökumaðurinn, Ahmedi Coulibaly, myrti fjóra í versluninni. Byssuskot lögreglu varð hans banamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×