Erlent

Lögðu á ráðin um sprengjuárás í New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konurnar eru báðar bandarískir ríkisborgarar en segjast tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið.
Konurnar eru báðar bandarískir ríkisborgarar en segjast tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið. Vísir/Getty
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið tvær konur sem grunaðar eru um að hafa ætlað að gera sprengjuárás í New York.

Konurnar eru báðar bandarískir ríkisborgarar en segjast tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið.

Í dómsskjölum kemur fram að konurnar hafi búið saman í hverfinu Queens í New York. Önnur þeirri átti nokkra gaskúta og var með leiðbeiningar í fórum sínum um hvernig breyta mætti þeim í sprengjur. Þá átti hún í stöðugum samskiptum við meðlimi al-Qaeda.

Hin konan hefur sagt að Osama Bin Laden sé hetja.

Konurnar munu koma fyrir dómstól í New York á næstu klukkutímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×