Erlent

Hinrik Danaprins afboðar sig í afmæli Danadrottningar

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðarkvöldverður verður haldinn í Kristjánsborgarkastala í Kaupmannahöfn á morgun.
Hátíðarkvöldverður verður haldinn í Kristjánsborgarkastala í Kaupmannahöfn á morgun. Vísir/AFP
Hinrik Danaprins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, hefur afboðað komu sína í 75 ára afmæli drottningarinnar vegna veikinda. Danska hofið staðfestir þetta í samtali við Ritzau.

Hátíðarhöld í tilefni af afmæli drottningarinnar munu fara fram í Danmörku á næstu dögum en Margrét verður 75 ára á fimmtudaginn.

Drottningin greindi frá því á blaðamannafundi í gær að ástæða þess að Hinrik væri ekki með á fundinum væri þar sem hann væri smitaður af inflúensu og að hann „hefði það ekkert sérlega gott“.

Hátíðarkvöldverður verður haldinn í Kristjánsborgarkastala í Kaupmannahöfn á morgun, en ýmsir viðburðir í tilefni af afmælinu verða svo haldnir á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×