Erlent

Brand birtir viðtal sitt við Miliband

Atli Ísleifsson skrifar
Miliband og Brand voru sammála um nauðsynlegt væri að sjá „trúverðugar breytingar“ á bresku samfélagi.
Miliband og Brand voru sammála um nauðsynlegt væri að sjá „trúverðugar breytingar“ á bresku samfélagi.
Breski skemmtikrafturinn Russell Brand hefur birt viðtal sitt við Ed Miliband, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Viðtalsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu.

Þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi.

Brand hefur birt viðtöl sín við flokksformennina Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra, og Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins, síðustu daga.

Brand og Miliband ræddu meðal annars saman um „ægivald“ auðugra einstaklinga yfir breskum stjórnmálum, fjölmiðla og líf hins venjulega Breta.

Miliband og Brand voru sammála um nauðsynlegt væri að sjá „trúverðugar breytingar“ á bresku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×