Erlent

Fimmtán líflátnir í Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur fyrirskipað aftökur á fimmtán manns það sem af er ári. Þetta er haft eftir talsmanni suður-kóresku leyniþjónustunni.

Í frétt BBC kemur fram að á meðal hinna látnu séu fjöldi háttsettra manna innan norður-kóreska stjórnkerfisins. Fólkið var tekið af lífi af aftökusveit.

Tveir fyrrum aðstoðarráðherrar voru á meðal þeirra sem voru líflátnir, en þeir höfðu þá gagnrýnt stefnu Kim, meðal annars í skógræktarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×