Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld.
Rotherham er þar með með fjögurra stiga forskot á næstu lið þegar ein umferð er eftir sem þýðir að bæði Millwall og Wigan féllu niður í C-deildina með þessum úrslitum.
Rotherham hafði tapað þremur stigum á kæru á dögunum og þurftu því að vinna leikinn til að gulltryggja sæti sitt. Það tókst.
Kári Árnason spilaði allan leikinn á miðju Rotherham-liðsins þar sem hann hefur spilað seinni hluta tímabilsins.
Mörk Rotherham komu á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Það fyrra skoraði Matt Derbyshire á 52. mínútu og það síðara skoraði Lee Frecklington á 58. mínútu.
Oliver Norwood minnkaði muninn á 87. mínútu en Reading tókst ekki að jafna metin og Rotherham verður því áfram í b-deildinni á næsta tímabili.
Kári og félagar björguðu sér í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti