Enski boltinn

Johnson getur spilað þrátt fyrir kæruna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sunderland hefur tilkynnt að staða Adam Johnson hjá félaginu sé óbreytt þrátt fyrir að hann hafi verið kærður fyrir að hafa í þrígang stunda kynlíf með ólögráða stúlku.

Þar með er ljóst að félagið á enn þann kost á að nota Johnson í síðustu leikjum tímabilsins en Sunderland er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið sagði í yfirlýsingunni að það beri virðingu fyrir því ferli sem málið er í í dómskerfinu og að málið verði áfram í skoðun innan félagsins. Sunderland setti Johnson í bann þegar hann var handtekinn á sínum tíma en gaf honum leyfi til að koma aftur á æfingar þann 18. mars.

Mál hans verður tekið fyrir í dómssal þann 20. maí og ljóst að niðurstaða þess mun hafa mikil áhrif á knattspyrnuferil hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×