Enski boltinn

Mál Johnson tekið fyrir í lok maí

Adam Johnson.
Adam Johnson. vísir/getty
Búið er að ákæra knattspyrnukappann Adam Johnson í þremur liðum eftir að hann sængaði hjá 15 ára stúlku.

Hinn 27 ára gamli Johnson var handtekinn þann 2. mars síðastliðinn. Í kjölfarið var hann settur í bann hjá félagi sínu, Sunderland, á meðan málið færi sína leið í kerfinu. Því banni var aflétt 18. mars.

Málið verður tekið fyrir þann 20. maí næstkomandi. Johnson er sakaður um að hafa átt í sambandið við stúlkuna frá lokum síðasta árs til 26. febrúar á þessu ári.

Johnson hefur spilað landsleiki fyrir enska landsliðið og lék um tíma með Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×