Þetta eru óvæntustu tíðindi ársins í NFL-deildinni enda hefur hann ekki spilað í NFL-deildinni í þrjú ár. Það voru allir búnir að afskrifa hans feril í deildinni.
Chip Kelly, þjálfari Eagles, er þó ekki einn þeirra en hann virðist hafa trú á leikmanninum og vill gefa honum tækifæri.
Tölfræði Tebow í deildinni er ekki merkileg en hann gerði þó það sem öllu máli skipti er hann spilaði fyrir Denver Broncos. Hann vann leiki og gerði það oftar en ekki á ævintýralegan hátt.
Var gengið svo langt að tala um hinn trúaða Tebow sem Messías enda framkallaði hann fram hvert kraftaverkið á fætur öðru eins og lesa má um hér.
Ótrúlegar trúarlegar tilviljanir sem tengjast Tebow og leik hans voru einnig umfjöllunarefni í fjölmiðlum en lesa má um þær hér. Þær eru ansi magnaðar.
Welcome to the City of Brotherly Love, @TimTebow! #FlyEaglesFly pic.twitter.com/AgMLhTk7CV
— Philadelphia Eagles (@Eagles) April 20, 2015