Erlent

Fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sænska þinghúsið í Stokkhólmi.
Sænska þinghúsið í Stokkhólmi. Vísir/Getty
Lennart Bodström, fyrrum utanríkis- og menntamálaráðherra Svíþjóðar, er látinn, 87 ára að aldri.

Sonur hans, Anders Bodström, staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að faðir sinn hafi látist eftir stutt veikindi.

Lennart Bodström gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Olofs Palme á árunum 1982 til 1985. Að loknum kosningum 1985 tók Bodström við embætti menntamálaráðherra. Á árunum 1989 til 1993 gegndi Bodström svo sendiherrastöðu Svíþjóðar í Ósló.

Bodström varð 87 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×