Erlent

Þingmaður á móti frumvarpi um réttindi samkynhneigðra sendi klúrar myndir á Grindr

Birgir Olgeirsson skrifar
Bandarískur stjórnmálamaður sem var á móti frumvarpi um réttindi samkynhneigðra sendi myndir af getnaðarlimi sínum í gegnum stefnumótaforritið Grindr.
Bandarískur stjórnmálamaður sem var á móti frumvarpi um réttindi samkynhneigðra sendi myndir af getnaðarlimi sínum í gegnum stefnumótaforritið Grindr. Vísir/Getty
Þingmaður frá Norður-Dakóta í Bandaríkjunum sem var á móti frumvarpi um réttindi samkynhneigðra sendi klúrar myndir til ungs manns í gegnum stefnumótaforritið Grindr, sem er ætlað samkynhneigðum.

Þingmaðurinn heitir RandyBoehning og er Repúblikani en hann staðfesti við dagblaðið The Forum að hann hefði sent myndir af getnaðarlimi sínum til hins 21 árs gamla DustinSmith. Þingmaðurinn sendi ekki aðeins myndir af getnaðarlimi sínum en DustinSmith kannaðist við kauða og hafði samband við The Forum, sem er gefið út í stærstu borg Norður Dakóta, Fargo.

„Þetta er það sem samkynhneigðir menn gera á samkynhneigðum síðum, er það ekki?,“ sagði Boehning við The Forum. „Svoleiðis gerast hlutirnir á Grindr. Þetta er samkynhneigð spjall síða. Þetta er ekki það fyrsta sem þú gerir á síðunni en það er skipst á myndum.“

Boehning vill meina að myndirnar hafi verið opinberaðar sem hefnd vegna andstöðu sinnar við frumvarpinu.

DustinSmith segist hins vegar ekki hafa verið að hefna sín á Boehning vegna andstöðu hans við frumvarpið. Hann sagðist einfaldlega hafa verið sleginn yfir hræsninni sem blasti við þegar hann uppgötvaði að þetta var þingmaðurinn sem er á móti auknum réttindum samkynhneigðra.

„Hvernig getur þú verið á móti manneskjunni sem þú ert að reyna við?,“ sagði Smith í samtali við The Forum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×