Erlent

Nokkrir látnir eftir skotbardaga í Makedóníu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan berst við hóp vopnaðra manna í norðurhluta landsins.
Lögreglan berst við hóp vopnaðra manna í norðurhluta landsins. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru látnir eftir að til átaka kom á milli lögreglunnar og vopnaðs hóps í Kumanovo í norðurhluta Makedóníu. Um tuttugu eru særðir eftir átökin. 

BBC hefur eftir Ivo Kotevski, talsmanni innanríkisráðuneytisins í Makedóníu, að hryðjuverkahópur vopnaður sprengjum og sjálfvirkum rifflum hafi verið að verki. Kotevski segir að hópurinn hafi ætlað að ráðast á opinberar byggingar.

Sérútbúnir bílar lögreglunnar hafa verið notaðir til að loka hverfið þar sem bardaginn geisar af. Svæðið er um 40 kílómetra norður af höfuðborginni Skopje

Ekki liggur fyrir hvort að óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×