Erlent

Stór herflugvél hrapaði rétt fyrir utan flugvöllinn í Sevilla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sky News
Herflutningavél brotlenti rétt í þessu rétt fyrir utan flugvöllinn í Sevilla á Spáni en fréttastofa Sky greinir frá þessu.

Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir hafa slasast eða farist. Spænskir miðlar greina frá því að sjö manns hafi verið um borð í vélinni.

Hér að neðan má fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu frá Sky News. 

Fréttin verður uppferð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Uppfært klukkan 12:21

Erlendir miðlar segja að þeir sjö sem voru um borð í vélinni hafi allir farist.

Uppfært klukkan 12:49

Vélin er að gerðinni Airbus A400M en varnarmálaráðherra Spánar hefur ekki staðfest tölu látinna. 

Uppfært klukkan 14:11

Öllu flugi til Sveilla hefur verið vísað til Malaga og Jerez. Nú er jafnvel talið að tíu manns hafi verið um borð í vélinni. 

Uppfært 15:05

Spænsk yfirvöld hafa staðfest að þrír eru látnir og nokkir alvarlega slasaðist eftir slysið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×