Erlent

Leiðtogar sniðganga hátíðarhöld Rússa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. vísir/getty
Hátíðarhöld til að minnast loka seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 70 árum fara nú fram í Moskvu höfuðborg Rússlands.

Hátíðarhöldin hófust klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma með mikilli hersýningu á Rauða torginu. Um tuttugu erlendir þjóðarleiðtogar taka þátt í hátíðarhöldunum en leiðtogar flestra ríkja vestur Evrópu og Bandaríkjanna sniðganga þau vegna hernaðar Rússa í Úkraínu.

Albert Jónsson sendiherra Íslands í Moskvu er hins vegar viðstaddur hátíðarhöldin fyrir Íslands hönd.


vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×