Erlent

Lokaniðurstaða kosninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Kjörsókn var 66,1 prósent.
Kjörsókn var 66,1 prósent. Vísir/EPA
Talningu er nú lokið í öllum kjördæmum Bretlands. Alls voru tæplega 50 milljónir á kjörskrá og kjörsókn var 66,1 prósent. Íhaldsflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna með hreinan, en þó nauman, meirihluta á þingi.

  • Íhaldsflokkurinn fékk 331 þingmenn og bætti við sig 23.
  • Verkamannaflokkurinn fékk 232 þingmenn og missti 26.
  • Skoski Þjóðarflokkurinn fékk 56 þingmenn og bætti við sig 50.
  • Frjálslyndir Demókratar fékk 8 þingmenn og missti 48.
Frekari niðurstöður má sjá hér á vef BBC og á myndinni hér að neðan.





Hér má sjá niðurstöðurnar.Vísir/GraphicNews
Þetta er í fyrsta sinn sem Íhaldsflokkurinn nær hreinum meirihluta frá árinu 1992. David Cameron flutti ræðu eftir að hann hafði fengið umboð til stjórnarmyndunar frá drottningunni. Þar sagðist hann ætla að vinna með öllum hlutum konungsríkisins og að sameina Stóra Bretland að nýju. Ræðu hans má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Leiðtogi UKIP náði ekki kjöri

Breski Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 prósent atkvæða en aðeins einn þingmann. Eru næst stærstir í 90 kjördæmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×