Erlent

Íhaldsflokkurinn vinnur stórsigur

Samúel Karl Ólason skrifar
David Cameron og eiginkona hans Samantha fara á fund drottningarinnar.
David Cameron og eiginkona hans Samantha fara á fund drottningarinnar. Vísir/AFP
David Cameron mun áfram búa á Downing stræti tíu þar sem hann mun vinna sem forsætisráðherra Bretlands, eftir stórsigur Íhaldsflokksins. Flokknum er spáð hreinum meirihluta með 331 þingsæti af 650 af BBC. Cameron er nú á fundi með Elísabetu drottningu sem mun væntanlega veita honum umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.

Fyrir kosningarnar var búist við því að nú tækju við langar og erfiðar stjórnarviðræður á milli flokka. David Cameron er fyrsti forsætisráðherra Íhaldsflokksins til að ná endurkjöri frá því að Margaret Thatcher stjórnaði flokknum.

Meðal kosningaloforða íhaldsmanna var þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í Evrópusambandinu. í sigurræðu sinni hét Cameron því að standa við það loforð og sagði að Íhaldsflokkurinn myndi halda efnahagsáætlun sinni í gangi.

„Markmið mín eru skýr. Að stjórna á grundvelli þess að stjórna fyrir alla þegna konungsríkisins,“ hefur BBC eftir Cameron. „Ég vil sameina þjóð okkar, okkar konungsríki.“ Hann sagði ennfremur að hann stefndi að því að mynda ríkisstjórn á næstu dögum. Hann hyggst gefa Wales og Skotlandi aukið sjálfstæði og þannig draga úr stuðningi við aðskilnað þeirra frá Englandi.


Tengdar fréttir

Leiðtogi UKIP náði ekki kjöri

Breski Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 prósent atkvæða en aðeins einn þingmann. Eru næst stærstir í 90 kjördæmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×