Erlent

Pele fluttur á sjúkrahús á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Pele varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu.
Pele varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu. Vísir/AFP
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele var fluttur á sjúkrahús fyrr í dag þar sem hann gengst undir aðgerð á blöðruhálskirtli.

Þetta er í annað sinn sem Pele er fluttur á sjúkrahús á síðustu sex mánuðum.

Hinn 74 ára Pele fékk þvagfærasýkingu í nóvember síðastliðinn í kjölfar aðgerðar þar sem nýrnasteinar hans voru fjarlægðir.

Í frétt BBC segir að Pele hafi verið fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið í Sao Paulo.

Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu.


Tengdar fréttir

Stutt í að Pele sleppi af spítalanum

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er allur að braggast eftir dvöl á sjúkrahúsi í Sao Paulo og fær væntanlega að fara heim í dag ef marka má fréttir frá Brasilíu.

Pele ekki í lífshættu

Var fluttur á sérstaka deild á spítala í Sao Paulo vegna þvagfærasýkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×