Erlent

Einn leiðtoga al-Qaeda drepinn í drónaárás

Atli Ísleifsson skrifar
Al-Ansi rataði í fréttir í janúar síðastliðinn þegar hann sagði al-Qaeda bera ábyrgð á árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París.
Al-Ansi rataði í fréttir í janúar síðastliðinn þegar hann sagði al-Qaeda bera ábyrgð á árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Vísir/AFP
Nasser Ben Ali al-Ansi, einn leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda á Arabíuskaga, var drepinn í drónaárás Bandaríkjahers í apríl. Eftirlitsstofnunin SITE greinir frá þessu.

SITE greinir frá því að hryðjuverkasamtökin hafi greint frá þessu fyrr í dag. Al-Ansi á að hafa verið drepinn ásamt elsta syni sínum og fleiri liðsmönnum al-Qaeda í hafnarbænum Mukalla í Jeman.

Árásin var gerð þann 22. apríl síðastliðinn þegar skotið var á bíl sem hafði verið lagt fyrir utan eina af forsetahöllum landsins.

Bandarískur embættismaður staðfestir drápið í samtali við CNN, en vill ekki segja hvort að um drónaárás hafi verið að ræða.

Al-Ansi rataði í fréttir í janúar síðastliðinn þegar hann sagði al-Qaeda bera ábyrgð á árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×