Erlent

Skírðu nýfæddan apa Charlotte

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlotturnar tvær. Sú breska og sú japanska.
Karlotturnar tvær. Sú breska og sú japanska. Vísir/EPA
Forsvarsmenn dýragarðs í Japan hafa beðist afsökunar á því að skýra nýfæddan apa Charlotte eða Karlotta. Nokkrum dögum eftir að nafn nýjasta erfingja bresku konungsfjölskyldunnar var kynnt. Dýragarðurinn gerir könnun um nafn fyrsta apans sem fæðist á hverju ári.

Að þessu sinni hófst keppnin þann 27. mars og lengst af var nafnið Kei, sem þýðir ljós, með forystu. Eftir að nafn prinsessunnar var tilkynnt kusu gífurlega margir það nafn fyrir apann og endaði það í fyrsta sæti.

Alls hlaut nafnið Charlotte 59 af 853 atkvæðum.

Samkvæmt Sky News voru þó ekki allir gestir dýragarðsins ánægðir með valið og kvörtuðu margir yfir dónaskapnum gagnvart bresku konungsfjölskyldunni og þjóðinni allri. Aðstandendur dýragarðsins hafa beðist afsökunar á nafninu og segjast vera að íhuga að breyta um nafn á apanum.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá Japan um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×