Erlent

Skýstrókar fóru í gegnum Oklahoma

Samúel Karl Ólason skrifar
25 heimili eyðilögðust í bænum Bridge Creek, en þar létust 24 í skýstrókum fyrir tveimur árum síðan.
25 heimili eyðilögðust í bænum Bridge Creek, en þar létust 24 í skýstrókum fyrir tveimur árum síðan. Vísir/AP
Fjöldi skýstróka fóru yfir sléttur Oklahoma, Kansas og Nebraska í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þrátt fyrir mikla eyðileggingu er ekki vitað til þess að fólk hafi látið lífið í hamförunum. Tugir húsa og bíla eyðilögðust, en þrátt fyrir það hefur mun meiri eyðilegging fylgt skýstrókum en í þetta sinn.

Samkvæmt AP fréttaveitunni varð mesti skaðinn í Oklahomaborg þar sem skýstrókur lenti í íbúðarhverfi. 25 heimili eyðilögðust í bænum Bridge Creek, en þar létust 24 í skýstrókum fyrir tveimur árum síðan.

Búist er við fleiri skýstrókum á svæðinu á næstu dögum og miklu vatnaveðri. Víða hefur flætt um götur borga og bæja í Oklahoma. Þar hafa sjúkraflutningamenn á tveimur bílum þurft að kalla eftir aðstoð, eftir að bílar þeirra sátu fastir í háu vatni.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd af skýstrókum í Oklahoma sem tekin voru í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×