Erlent

Netanyahu og Bennett semja um myndun nýrrar stjórnar

Atli Ísleifsson skrifar
Greint verður frá nýjum stjórnarsáttmála flokkanna í næstu viku.
Greint verður frá nýjum stjórnarsáttmála flokkanna í næstu viku. Vísir/AFP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Naftali Bennett, leiðtogi hægriflokksins Heimilis gyðinga, hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Frestur til að mynda nýja ríkisstjórn átti að renna út í kvöld.

Likud-flokkur Netanyahu og Heimili gyðinga eru saman með mjög tæpan meirihluta á ísraelska þinginu, eða 61 þingsæti af 120.

Greint verður frá nýjum stjórnarsáttmála flokkanna í næstu viku.

Likud vann sigur í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í Ísrael þann 17. mars og hafa stjórnarmyndunarviðræður dregist á langinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×