Erlent

Aldamótakynslóðin sefur hjá færra fólki en foreldrarnir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jean M. Twenge, prófessor í sálfræði við San Diego State University, segir niðurstöðurnar gefa til kynna að aldamótakynslóðin stígi varlegar til jarðar en eldri kynslóðirnar hvað kynlíf varði.
Jean M. Twenge, prófessor í sálfræði við San Diego State University, segir niðurstöðurnar gefa til kynna að aldamótakynslóðin stígi varlegar til jarðar en eldri kynslóðirnar hvað kynlíf varði. Vísir/Getty
Ný rannsókn bendir til þess að aldamótakynslóðin, fólk sem náði tvítugsaldri í kringum aldamótin, stundi sjaldnar kynlíf en foreldrar þeirra. Rannsóknin tekur til gagna sem safnað hefur verið saman í yfir 40 ár. Mashable tekur saman.

Niðurstöðurnar sýna að kynslóðin á heilt yfir færri rekkjunauta en fólk fætt á árunum 1960-1980. Sú yngri á að meðaltali átta miðla en sú eldri rúmlega tíu. Kynslóðin fædd áratugina tvo eftir seinna stríð eignast að meðaltali tólf bólfélaga.

Allar þessar kynslóðir rúlla hins vegar upp þeim sem fæddust á öðrum áratug síðustu aldar, þótt augljóslega sé ekki um keppni að ræða. Fólkið fætt á milli 1910 og 1920 hafði að meðaltali tvo bólfélaga á lífsleiðinni.

Jean M. Twenge, prófessor í sálfræði við San Diego State University, segir niðurstöðurnar gefa til kynna að aldamótakynslóðin stígi varlegar til jarðar en eldri kynslóðirnar hvað kynlíf varði.

Ein ástæða þess að aldamótakynslóðin virðist eiga færri bólfélaga er talið mega rekja til alnæmisveirunnar og eyðni sem komu upp á yfirborðið á níunda og tíundaáratgnum. Það hafi hvatt kynslóðina til að setja öryggið á oddinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×